Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 17. september 2013 11:15
Magnús Már Einarsson
Magnús Agnar: Aldrei verið beðinn um eitthvað þessu líkt
Magnús Agnar (í miðjunni).
Magnús Agnar (í miðjunni).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hjá Total Football, segist ekki vita til þess að formenn íslenskra félaga taki sjálfir hluta í eigin vasa þegar leikmenn eru seldir.

Jón Rúnar Halldórsson formaður FH og Lúðvík Arnarsson varaformaður félagsins sögðu eftir leik gegn Val í gær að Edvard Börkur Edvardsson formaður Vals hirði sjálfur peninga í eigin vasa þegar félagið selur leikmenn.

Jón Rúnar og Lúðvík fullyrtu þetta við fréttamenn eftir leik og sögðu þeim að tala við umboðsmenn um málið.

Magnús Agnar segist ekki vita til þess að Börkur eða aðrir formenn hafi tekið prósentu af sölu leikmanna.

,,Ég hef aldrei verið beðinn um eitthvað þessu líkt og ég myndi aldrei gera það," sagði Magnús Agnar við Fótbolta.net í dag.

Jón Rúnar og Lúðvík sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þeir segjast harma ummæli sín og framkomu í garð Barkar.

Sjá einnig:
Börkur Edvards: Fráleit ummæli
Yfirlýsing FH: Hörmum ummæli og framkomu okkar í garð Barkar
Formenn FH: Börkur tekur prósentur af sölu leikmanna
Sauð uppúr í Kaplakrika - Formennirnir rifust og Davíð sá rautt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner