Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 22. nóvember 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Sáda: Öðruvísi fyrir Messi að gíra sig upp gegn Sádi-Arabíu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Franski landsliðsþjálfarinn Herve Renard stýrði Sádi-Arabíu til frækins sigurs gegn Argentínu í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu í Katar.


Sádar lentu undir eftir vítaspyrnu Lionel Messi snemma leiks en tókst að snúa stöðunni við í upphafi síðari hálfleiks og halda forystunni til leiksloka.

Renard telur að Argentínumenn hafi vanmetið lærlinga sína en segir það vera fullkomlega eðlilegt.

„Þegar maður mætir á HM þá verður maður að hafa sjálfstraust vegna þess að það getur hvað sem er gerst í fótboltaleik. Stundum mætirðu andstæðingi sem er ekki alveg jafn tilbúinn í slaginn og þú sjálfur, það er eðlilegt. Það sama hefur gerst fyrir okkur þegar við mætum lakari andstæðingi," sagði Renard eftir leikinn.

„Stundum áttar fólk sig ekki á þessu, en þú getur ímyndað þér til dæmis Lionel Messi. Það er öðruvísi fyrir hann að gíra sig upp í leik gegn Sádi-Arabíu heldur en gegn Brasilíu. Auðvitað vill hann og reynir að sigra en það er öðruvísi tilfinning. Þetta er eðlilegt, þetta er partur af leiknum.

„Það sem skiptir mestu máli fyrir okkur er að hafa unnið þennan leik og komist í sögubækurnar. Þetta er mikilvægur sigur en núna þurfum við að einbeita okkur að næstu leikjum sem verða báðir gríðarlega erfiðir."


Athugasemdir
banner
banner
banner