Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. janúar 2020 16:00
Magnús Már Einarsson
Sagan á bakvið Flöt Jörð FC
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í spænsku D-deildinni spilar lið sem heitir „Flöt Jörð FC" en það hefur vakið talsverða athygli þar í landi.

Javi Poves er forseti félagsins en hann lagði skóna á hilluna 23 ára gamall, árið 2011. Javi talaði þá um að fótbolti snerist eingöngu um peninga og spillingu.

Árið 2016 gerðist Javi forseti hjá CD Móstoles á Spáni og eftir að liðið fór upp á síðasta tímabili ákvað hann að breyta nafninu á félaginu.

Javi heldur því fram að jörðin sé flöt og hann notar félagið til að vekja athygli á málstað sínum.

Lukkudýr félagsins er geimfari og margir stuðningsmenn hafa stokkið um borð á vagninn. Hér að neðan má sjá innslag frá Copa 90 um félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner