Tottenham með kauprétt á Kane þegar hann fer frá Bayern - Arsenal, Chelsea og Tottenham hafa áhuga á Toney
Rúnar: Höfum fulla trúa á því að við getum barist um þessi Evrópusæti
Arnar Gunnlaugs: Þetta er bara svo mannlegt eðli
Benoný Breki: Við ætluðum bara að sækja á þá og skora
Maggi: Svo getur vel verið að þeir horfi öðruvísi á þetta
Máni Austmann: Þetta er galið en hann viðurkenndi mistökin
Aron Elí: Aðeins öðruvísi nálgun hjá okkur
Vildi víti og rautt spjald á Vestra - „Ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök“
Elmar: Fullur af stolti og get ekki beðið eftir seinni leiknum
Vigfús Arnar: Þeir voru líklega bara eitthvað hræddir við okkur
Davíð Smári: Hefðum klárlega getað farið betur með færin okkar
Bjóst ekki við miklu eftir vonbrigðin í bikarúrslitunum - „Menn fundu einhverja hvatningu"
Haraldur Freyr: Ekki komnir út úr rútunni sem við ferðuðumst með
Hallgrímur Mar: Þetta var mjög steiktur leikur
„Búið að vera markmið frá því ég komst að því að ég væri ólétt"
Glódís: Búinn að reyna að útskýra fyrir mér hvað þetta er í raun stórt
Karólína Lea: Síðasti heimaleikur situr í manni
Diljá Ýr: Sömu eigendur og hjá Leicester þannig að það er allt til alls
Hlín blómstrar í Svíþjóð - „Hún er ótrúlega góður þjálfari og góð manneskja"
Guðný Árnadóttir: Ætlum okkur að ná í titil
Arna Sif auðmjúk gagnvart landsliðinu: Átta mig á minni stöðu
   lau 23. janúar 2021 15:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn: Gerðum allt sem við gátum til að fá hann
watermark Óskar Hrafn og aðstoðarmaður hans, Halldór Árnason.
Óskar Hrafn og aðstoðarmaður hans, Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur. Mér fannst aðeins vanta taktinn á móti Grindavík en mér fannst þessi leikur í dag vera ljómandi góður og skref fram á við," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 6-1 sigur á Keflavík í Fótbolta.net mótinu í dag.

Breiðablik er búið að vinna fyrstu tvo leiki sína í mótinu, 3-0 gegn Grindavík og 6-1 í dag.

Davíð Örn Atlason gekk í raðir Blika á dögunum og Óskar er ánægður með að fá hann inn í hópinn.

„Hann er frábær viðbót við hópinn. Það var ekki alveg augljóst hver væri hægri bakvörður í liðinu og þegar við áttum möguleika á að fá hann, þá gerðum við allt sem við gátum til að fá hann. Hann kemur til með að styrkja okkur innan vallar sem utan vallar."

Er von á fleiri leikmönnum? „Nei, nei... leikmannahópurinn er hreyfanlegt afl og við erum alla daga að hugsa hvernig við getum bætt hann. Getum við bætt hann með öðrum leikmönnum? Getum við bætt hann með að bæta æfingarnar? Um leið og þú hættir að hugsa um það, þá ertu sennilega ekki að vinna vinnuna þína. Ég ætla að lofa sem minnstu en við erum afskaplega ánægðir með hópinn eins og hann er í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner