Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. janúar 2022 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Madrid jafnaði metin í uppbótartímanum
Svona er tilfinningin að skora jöfnunarmark í uppbótartíma.
Svona er tilfinningin að skora jöfnunarmark í uppbótartíma.
Mynd: EPA
Real Madrid lenti í kröppum dansi gegn Elche í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Karim Benzema fékk tækifæri til að koma Madrídingum í forystu á 33. mínútu er hann fór á vítapunktinn, en honum tókst ekki að skora. Fyrir leikhlé tók Elche svo forystuna er Lucas Boye skoraði.

Pere Milla kom Elche í 0-2 forystu á 76. mínútu og staða Elche mjög góð. Topplið La Liga gafst hins vegar ekki upp. Luka Modric minnkaði muninn af vítapunktinum á 82. mínútu og í uppbótartímanum jafnaði varnarmaðurinn Eder Militao metin. Mikil dramatík á Santiago Bernabeu.

Lokatölur 2-2 og er Real með fjögurra stiga forskot á Sevilla á toppnum. Elche er í 15. sæti.

Það eru þrír aðrir leikir búnir í dag. Real Sociedad er áfram í fimmta sæti eftir markalaust jafntefli gegn Getafe, Athletic Bilbao lagði Rayo Vallecano og Osasuna fór með sigur af hólmi gegn Granada á útivelli.

Hér að neðan má sjá stigatöfluna í La Liga.

Granada CF 0 - 2 Osasuna
0-1 David Garcia ('64 )
0-2 Kike Garcia ('89 )

Real Madrid 2 - 2 Elche
0-0 Karim Benzema ('33 , Misnotað víti)
0-1 Lucas Boye ('42 )
0-2 Pere Milla ('76 )
1-2 Luka Modric ('82 , víti)
2-2 Eder Militao ('90 )

Real Sociedad 0 - 0 Getafe

Rayo Vallecano 0 - 1 Athletic
0-1 Nicolas Serrano ('30 )
Athugasemdir
banner