Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. janúar 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áslaug Munda framlengir við Breiðablik út 2025
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik heldur áfram að semja við lykilmenn sína fyrir komandi tímabil. Í síðustu viku greindi félagið frá því að Karitas Tómasdóttir hefði skrifað undir samning út komandi tímabil og nú er ljóst að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur einnig skrifað undir nýjan samning.

Nýr samningur Áslaugar gildir út tímabilið 2025. Gamli samningur hennar rann út eftir að tímabilinu 2022 lauk.

Áslaug Munda stundar nám við Harvard háskóla í Bandaríkjunum og missti af fyrstu leikjum Breiðabliks á síðasta tímabili sem og lokaleikjum liðsins.

Hún kom til Breiðabliks frá Völsungi fyrir tímabilið 2018. Á síðasta tímabili kom hún við sögu í tíu leikjum.

Hún getur bæði spilað í vinstri kanti sem og á báðum köntunum. Hún byrjaði síðustu þrjá leiki kvennalandsliðsins á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner