Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 23. janúar 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
Athletic: Kane tilbúinn að framlengja við Tottenham þrátt fyrir áhuga Man Utd
Harry Kane er 29 ára.
Harry Kane er 29 ára.
Mynd: EPA
The Athletic segir að Harry Kane sé opinn fyrir því að skrifa undir nýjan samning við Tottenham, þrátt fyrir vangaveltur um framtíð hans.

Núgildandi samningur Kane rennur út 2024 og Manchester United hefur áhuga á því að fá hann.

Viðræður eru hinsvegar fyrirhugaðar milli Kane og Tottenham í febrúar en félagið er núna að einbeita sér að því að reyna að styrkja leikmannahópinn.

Kane er opinn fyrir því að vera áfram hjá Spurs en ef samningar nást ekki þarf félagið að taka ákvörðun um hvort hann verði seldur næsta sumar eða áhætta tekin á því að missa hann á frjálsri sölu ári síðar.

Kane hefur einnig verið orðaður við Bayern München en fyrrum forseti þýska félagsins, Uli Höness, efast um að þeir geti gengið að 130 milljóna punda verðmiða Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner