Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mán 23. janúar 2023 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea neyðir UEFA til að herða reglurnar
Evrópska fótboltasambandið, UEFA, ætlar að herða reglugerð sína um samningamál og verður aðeins leyfilegt að dreifa kaupverði til fimm ára en þetta kemur til vegna félagaskipta Chelsea á markaðnum. Þetta kemur fram í frönskum miðlum.

Chelsea hefur undanfarnar vikur gengið frá kaupum á fjölda leikmanna en leikmennirnir hafa flestir fengið sjö og átta ára samninga hjá félaginu.

Þetta er eitthvað sem sést ekki á hverjum degi í fótboltaheiminum sem dæmi má nefna samninga Benoit Badiashile, Mykhailo Mudryk og Noni Madueke.

Mudryk er samningsbundinn til 2031 á meðan Badiashile, Marc Cucurella og Wesley Fofana eru bundnir til 2029. Þá er Madueke bundinn til 2030.

Chelsea fann glufu í fjárhagsreglum UEFA (FFP) og minnkar þetta kostnað félagsins en kaupverði leikmanna er dreift yfir samningsár leikmanna.

Einungis er leyfilegt að driefa kaupverði til fimm ára en Chelsea bætti við ákvæði um að framlengja um nokkur ár til viðbótar og fór þannig framhjá reglunum og gat því dreift greiðslunum til lengri tíma.

UEFA hefur því tekið til sinna ráða og er nú unnið að því að breyta reglunum þannig að ekki verði hægt að nýta sér þessa glufu, en nýja reglan mun taka gildi í sumar og verður því nýtt þak og í mesta lagi leyfilegt að dreifa kaupverði til fimm ára.
Athugasemdir
banner