Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 23. janúar 2023 21:13
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu fallega afgreiðslu Kane gegn Fulham - Jafnaði markamet Jimmy Greaves
Enski landsliðsmaðurinn Harry Kane var rétt í þessu að koma Tottenham í 1-0 gegn Fulham á Craven Cottage.

Fulham hefur sett þunga pressu á Tottenham í leiknum og heimamenn fengið nokkur góð tækifæri til að skora.

Þau klúður kostuðu liðið því Harry Kane kom Tottenham yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Kane fékk boltann fyrir utan teig, keyrði meðfram vítateigslínunni og afgreiddi boltann snyrtilega í hægra hornið.

Sögulegt mark hjá Kane en hann jafnaði markamet Jimmy Greaves hjá Tottenham. Báðir eru með 266 mörk fyrir Tottenham og hefur Kane nú allan síðari hálfleikinn til að bæta það og um leið gera 200. mark sitt í úrvalsdeildinni.

Sjáðu sögulegt mark Kane
Athugasemdir
banner