Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 23. janúar 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ungur Njarðvíkingur á reynslu hjá Mjöndalen
Mynd: Njarðvík
Kristófer Snær Jóhannsson, sem er samningsbundinn Njarðvík, fór um helgina til Noregs á reynslu.

Hann verður á reynslu hjá Mjöndalen og verður þar út vikuna. Hann er framliggjandi miðjumaður sem hefur verið að spila á kantinum og í fremstu víglínu á undirbúningstímabilinu.

Kristófer er fæddur árið 2006 og gekk í raðir Njarðvíkur frá grönnunum í Keflavík í vetur og skrifaði undir samning út tímabilið 2025.

Hann var fyrir tæpum tveimur árum valinn í æfingahóp U15 ára landsliðsins.

Síðasti Íslendingurinn til að spila fyrir Mjöndalen er Dagur Dan Þórhallsson. Liðið endaði í 9. sæti næstefstu deildar á síðasta tímabili. Hann var á mála hjá Mjöndalen á árunum 2019-2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner