Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. febrúar 2020 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Fáránlegt atvik í Evrópubaráttunni í Makedóníu
Goran Pandev stofnaði Pandev akademíuna.
Goran Pandev stofnaði Pandev akademíuna.
Mynd: Getty Images
Makedonija Gjorche Petrov tók á móti Pandev akademíunni í Evrópubaráttu makedónísku deildarinnar í hádeginu í dag.

Fáránlegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Stefan Kostov, leikmaður Pandev akademíunnar, notaði bolta sem hann hélt á til að stöðva sókn andstæðinganna.

Kostov kastaði aukaboltanum í leikboltann og þannig voru tveir boltar komnir í leik á sama tíma. Dómarinn var ekki sáttur með þessa framkomu og gaf leikmanninum beint rautt spjald.

Dómarinn virðist þó ekki hafa fyrirgefið gestunum úr Pandev akademíunni. Sjö mínútum var bætt við leiktímann en eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu á 110. mínútu. Makedonija GP stóð uppi sem sigurvegari.

Þrjú efstu lið deildarinnar komast í Evrópukeppnir. Makedonija GP er tveimur stigum frá þriðja sæti og kemur Pandev akademían tveimur stigum þar á eftir. Þetta var fimmti tapleikur akademíunnar í röð í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner