Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. febrúar 2020 12:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Wenger vonar að Liverpool afreki ekki það sem hann gerði
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal náði þeim magnaða árangri með liðið tímabilið 2003-2004 í ensku úrvalsdeildinni að tapa ekki deildarleik.

Arsenal er eina liðið sem hefur afrekað það að fara í gegnum heilt tímabili í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik, það gæti hins vegar breyst í vor þar sem Liverpool er á nokkuð góðri leið með að jafna þetta met.

Wenger var spurður hvort honum finnist líklegt að Liverpool nái að fara taplaust í gegnum tímabilið.

„Já það er klárlega möguleiki, það gæti gerst. Ég vona hins vegar að það gerist ekki, maður vill alltaf eiga metin sjálfur, maður vill ekki deila þessu með einhverjum en ef þeir ná þessu þá mun ég samgleðjast þeim," sagði Wenger.

„Það er ekki annað hægt að segja en þeir hafi verið frábærir, þeir töpuðu aðeins einum leik á síðasta tímabili og nú eru þeir ekki búnir að tapa neinum, þetta er ótrúlegur stöðugleiki sem þeir hafa sýnt og þeir eiga skilið að vera á þeim stað sem þeir eru," sagði Wenger að lokum um árangur Liverpool.

Athugasemdir
banner
banner
banner