Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 23. febrúar 2024 12:56
Brynjar Ingi Erluson
Blóðtaka fyrir Man Utd - Höjlund frá í tvær til þrjár vikur
Mynd: EPA
Danski sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund verður ekki með Manchester United í næstu leikjum vegna vöðvameiðsla, en þetta staðfestir félagið í dag.

Höjlund hefur verið heitasti leikmaður United síðustu mánuði en hann hefur skorað í sex deildarleikjum í röð og átt stóran þátt í að koma liðinu aftur á skrið.

Hann verður ekki með United næstu 2-3 vikur vegna vöðvameiðsla, sem er auðvitað gríðarleg blóðtaka fyrir United.

Framherjinn gæti því misst af næstu fimm leikjum liðsins, en þar af eru fjórir í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi meiðsli koma á versta tíma fyrir United sem er að nálgast Meistaradeildarsæti. Liðið er í 6. sæti með 44 stig, fimm stigum frá fjórða sætinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner