Danski sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund verður ekki með Manchester United í næstu leikjum vegna vöðvameiðsla, en þetta staðfestir félagið í dag.
Höjlund hefur verið heitasti leikmaður United síðustu mánuði en hann hefur skorað í sex deildarleikjum í röð og átt stóran þátt í að koma liðinu aftur á skrið.
Hann verður ekki með United næstu 2-3 vikur vegna vöðvameiðsla, sem er auðvitað gríðarleg blóðtaka fyrir United.
Framherjinn gæti því misst af næstu fimm leikjum liðsins, en þar af eru fjórir í ensku úrvalsdeildinni.
Þessi meiðsli koma á versta tíma fyrir United sem er að nálgast Meistaradeildarsæti. Liðið er í 6. sæti með 44 stig, fimm stigum frá fjórða sætinu.
?? Rasmus Hojlund has suffered a muscle injury which is expected to rule him out for two to three weeks.
— Manchester United (@ManUtd) February 23, 2024
Wishing you a speedy recovery, Rasmus ????#MUFC
Athugasemdir