Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fös 23. febrúar 2024 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Fjölmennasti leikur Bestu-deildanna var í Vestmannaeyjum
Það var heldur betur stemmning á Hásteinsvelli í byrjun ágúst í fyrra þegar fjölmennasti leikurinn í Bestu-deildinni fór fram. Stjarnan kom í heimsókn í Þjóðhátíðarleikinn.
Það var heldur betur stemmning á Hásteinsvelli í byrjun ágúst í fyrra þegar fjölmennasti leikurinn í Bestu-deildinni fór fram. Stjarnan kom í heimsókn í Þjóðhátíðarleikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Valur fékk skjöldinn afhentan eftir fjölmennasta kvennaleikinn.
Valur fékk skjöldinn afhentan eftir fjölmennasta kvennaleikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðureign karlaliða ÍBV og Stjörnunnar á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum laðaði að sér flesta áhorfendur í Bestu-deildunum á síðustu leiktíð eða 2302 og var eini leikurinn þar sem fleiri en 2000 mættu til að horfa.

Þetta kemur fram í nýrri árskýrslu KSÍ sem var gefin út í gær en leikurinn var fjölmennari en næstu leikir þar á eftir voru þrír leikir milli Íslands- og bikarmeistara Víkings og erkifénda þeirra í Breiðabliki og svo leikur Víkings og Vals.

Heimaleikir ÍBV eru almennt ekki mikið sóttir en á mannfjöldanum á þessum leik er þó einföld skýring, hann var spilaður á laugardeginum um Verslunarmannahelgina þegar vel á annan tug þúsunda heimsækja eyjuna til að skemmta sér og öðrum. Af þeim ákváðu 2302 að horfa á fótboltaleikinn sér til skemmtunar.

Þar á eftir koma leikirnir Víkingur - Breiðablik (1.928) og Breiðablik – Víkingur (1.915), báðir leikir í fyrri hluta mótsins. Í seinni hlutanum voru best sóttu leikirnir Víkingur – Valur (1.589) og Breiðablik – Víkingur (1.580). Besti sótti leikurinn í neðri hlutanum var leikur Fylkis og Fram (1.666).

Fjölmennasti kvennaleikurinn var svo viðureign Vals og Breiðabliks 6. október en að þeim leik loknum hampaði Valur Íslandsmeistarabikarnum fyrir framan 1173 áhorfendur. Fram að því hafði fjölmennasti leikurinn verið annar heimaleikur hjá Val, 827 áhorfendur sáu liðið mæta ÍBV í upphafi móts.

Áhorfendafjöldi í Bestu-deild karla
Hluti tímabils Fjöldi Meðaltal
Fyrri hluti: 111.331 - 843
Neðri hluti: 8.654 - 577
Efri hluti: 13.568 - 905
Samanlagt: 133.553 - 824

Áhorfendafjöldi í Bestu-deild kvenna
Hluti móts Fjöldi alls Meðaltal
Fyrri hluti: 18.619 - 207
Neðri hluti: 1.230 - 205
Efri hluti: 3.772 - 251
Samanlagt: 23.621 - 213
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner