Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   fös 23. febrúar 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Innbyrðisviðureignir í Evrópubaráttunni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
26. umferð ítalska deildartímabilsins fer af stað í kvöld, þegar Bologna fær tækifæri til að sigra fimmta deildarleikinn sinn í röð og koma sér þar með í meistaradeildarsæti.

Bologna tekur á móti fallbaráttuliði Verona í kvöld og svo eru þrír leikir á dagskrá á morgun. Albert Guðmundsson og félagar í Genoa mæta til leiks annað kvöld þegar þeir spila við Udinese, en sjö stig skilja liðin að í neðri hluta deildarinnar.

Genoa er í fínum málum með 30 stig, ellefu stigum frá Evrópusæti og tíu stigum fyrir ofan fallsæti, á meðan Udinese er aðeins með 23 stig.

Juventus tekur svo á móti nýliðum Frosinone í hádegisleiknum á sunnudaginn, en lærisveinar Max Allegri hafa aðeins nælt sér í tvö stig úr síðustu fjórum deildarleikjum og eru svo gott sem búnir að tapa titilbaráttunni gegn Inter sem virðist vera óstöðvandi um þessar mundir. Frosinone er búið að tapa þremur í röð og gæti þetta því verið kjörið tækifæri fyrir Juve til að koma sér aftur á strik.

Ríkjandi Ítalíumeistarar Napoli heimsækja þá fallbaráttulið Cagliari, sem er aðeins með 19 stig eftir 25 umferðir undir stjórn Claudio Ranieri, áður en verðandi Ítalíumeistarar Inter kíkja í heimsókn til fallbaráttuliðs Lecce.

AC Milan og Atalanta eigast svo við í spennandi nágrannaslag að sunnudagskvöldi, þar sem sjö stig skilja liðin að í meistaradeildarbaráttunni.

Mánudagskvöldið er gríðarlega spennandi þar sem tveir Evrópuslagir eru á dagskrá. Roma á heimaleik gegn Torino klukkan 17:30, áður en Fiorentina tekur á móti Lazio. Liðin fá að spila á mánudegi eftir Evrópuleikina sem áttu sér stað í vikunni.

Roma er í Evrópusæti með 41 stig, en þar á eftir koma Lazio, Fiorentina og Torino.

Föstudagur:
19:45 Bologna - Verona

Laugardagur:
14:00 Sassuolo - Empoli
17:00 Salernitana - Monza
19:45 Genoa - Udinese

Sunnudagur:
11:30 Juventus - Frosinone
14:00 Cagliari - Napoli
17:00 Lecce - Inter
19:45 Milan - Atalanta

Mánudagur:
17:30 Roma - Torino
19:45 Fiorentina - Lazio
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Roma 9 7 0 2 10 4 +6 21
4 Milan 9 5 3 1 14 7 +7 18
5 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
6 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
7 Bologna 10 4 3 3 13 8 +5 15
8 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
9 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
10 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
11 Sassuolo 9 4 1 4 10 10 0 13
12 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
13 Lazio 9 3 3 3 11 7 +4 12
14 Parma 10 2 4 4 5 9 -4 10
15 Cagliari 9 2 3 4 9 12 -3 9
16 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
19 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
20 Genoa 9 0 3 6 4 13 -9 3
Athugasemdir
banner
banner