Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 23. febrúar 2024 16:37
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Við elskum þetta
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Rasmus Höjlund er meiddur
Rasmus Höjlund er meiddur
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er bjartsýnn á framhaldið og telur að liðið geti náð Meistaradeildarsæti í lok tímabils

United er á ágætis siglingu í deildinni en það verður án heitasta leikmanns liðsins gegn Fulham um helgina.

Rasmus Höjlund verður frá næstu tvær til þrjár vikur en hann hefur skorað í síðustu sex deildarleikjum og áfallið því mikið. Luke Shaw verður einnig frá næstu mánuði.

„Auðvitað er það vandamál en þetta er líka í gangi hjá öðrum félögum. Við verðum að eiga við þetta og mér finnst við geta gert það betur.“

„Allir leikmennirnir fá tækifærið til að sýna sig. Við erum fullvissir um að þeir geti það. Þetta er ástæðan fyrir því að við smíðuðum hópinn upp á nýtt. Við sjáum leikmenn sem eru að taka framförum, leikmönnum sem fengu ekki tækifæri fyrri hluta tímabilsins eða voru meiddir. Núna fá þeir tækifæri til að koma sér í liðið, en þeir verða að sanna það,“
sagði Ten Hag.

United er fimm stigum frá Meistaradeildarsæti en hann segir leikmenn hafa tröllatrú á því að komast þangað.

„Í lok tímabils verða stigin dýrari. Öll lið verða í baráttu um sæti á töflunni, en við erum vanir þessu og höfum reynslu í mörgum leikmönnum sem hafa þurft að eiga við erfiðar stöður. Við elskum þetta og í raun hlakkar okkur til.“

„Við vitum ástæðurnar fyrir því af hverju við erum ekki í þessari stöðu og þurfum því að ná hinum. Á þessu augnabliki er hver einasti leikur úrslitaleikur því við verðum að komast í Meistaradeildina. Leikmennirnir vilja þetta og við höfum trúna, en við þurfum að ná þessu. Ég hef það á tilfinningunni að við getum náð betri tökum á þessu, en það er auðvitað vandamál þegar breiddin er eins og hún er.“

„Á síðasta tímabili vorum við í þriðja sæti deildarinnar og komumst í tvo úrslitaleiki. Þú sérð í síðustu leikjum sem við höfum spilað hvað þetta lið er fært um að gera. Möguleikarnir hjá þessu liði eru mjög góðir,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner