Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 23. mars 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Asensio vann FIFA mót með 170 þúsund áhorfendum
Maco Asensio, framherji Real Madrid, vann mót í tölvuleiknum FIFA 20 um helgina en mótið vakti gríðarlega athygli á Spáni. Vegna kórónuveirunnar heldur fólk sig heima á Spáni þessa dagana og La Liga ákvað að skipuleggja FIFA mót með liðunum í deildinni.

18 af 20 liðum í La Liga sendu leikmenn til þátttöku í FIFA mótinu en Barcelona og Mallorca fengu ekki að vera með þar sem Konami er styrktaraðili þeirra. Konami gefur út tölvuleikinn Pro Evolution Soccer sem hefur í áraraðir keppt um vinsældir við FIFA leikina.

Asensio spilaði fyrir hönd Real Madrid í FIFA mótinu og hann vann Aitor Ruibal, leikmann Leganes, í úrslitaleik þar sem lokatölur urðu 4-1. 170 þúsund manns horfðu á úrslitaleikinn sem var sýndur beint á netinu hjá íþróttablöðunum Marca og AS.

140 þúsund evrur (21 milljón króna) söfnuðust í tengslum við mótið en sá peningur fer allur í baráttuna við kórónuveiruna.

Asensio hefur verið frá keppni á þessu tímabili vegna meiðsla á hné en hann sýndi snilli sína í FIFA um helgina.
Athugasemdir
banner