mán 23. mars 2020 12:18
Elvar Geir Magnússon
Fótboltabannið á Spáni orðið ótímabundið
Mynd: Getty Images
La Liga og spænska knattspyrnusambandið sendu frá sér tilkynningu um að fótboltabannið á Spáni yrði ótímabundið.

Áður hafði bann verið sett til 19. apríl.

Í tilkynningunni segir að bannið gildi þar til yfirvöld séu viss um að hægt sé að hefja leik að nýju án þess að áhætta sé tekin.

Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á Evrópuboltann.

33.089 staðfest tilfelli veirunnar eru á Spáni. 2.182 hafa látist í landinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner