Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 23. mars 2023 20:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Starf Nagelsmann hangir á bláþræði - Tuchel bíður
Mynd: EPA
Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því á Twitter reikningi sínum að Bayern Munchen sé alvarlega að skoða að reka Julian Nagelsmann úr starfi.

Málið er til umræðu innan stjórnar og gæti Nagelsmann fengið sparkið fljótlega.

Romano segir frá því að Thomas Tuchel, fyrrum stjóri Dortmund, PSG og Chelsea, sé efstur á óskalista Bayern ef Nagelsmann verður sparkað.

Bayern er í öðru sæti Bundesliga sem er óviðunandi árangur þar á bæ. Framundan er risaleikur hjá Dortmund sem er í efsta sætinu, stigi á undan Bayern, og leikir gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Nagelsmann er 35 ára Þjóðverji sem tók við Bayern sumarið 2021 þegar Hansi Flick hætti. Bayern vann þýska meistaratitilinn í tíunda skiptið í röð síðasta vor.

Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 32 23 7 2 93 32 +61 76
2 Leverkusen 32 19 11 2 68 37 +31 68
3 Eintracht Frankfurt 32 16 8 8 63 43 +20 56
4 Freiburg 32 15 7 10 46 49 -3 52
5 Dortmund 32 15 6 11 64 49 +15 51
6 RB Leipzig 32 13 11 8 51 45 +6 50
7 Mainz 32 13 9 10 49 40 +9 48
8 Werder 32 13 8 11 50 56 -6 47
9 Gladbach 32 13 6 13 55 54 +1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 32 10 9 13 53 52 +1 39
13 Union Berlin 32 9 10 13 33 47 -14 37
14 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
15 Hoffenheim 32 7 10 15 44 62 -18 31
16 Heidenheim 32 7 5 20 33 60 -27 26
17 Holstein Kiel 32 6 7 19 48 75 -27 25
18 Bochum 32 5 7 20 30 63 -33 22
Athugasemdir
banner