Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   sun 23. apríl 2023 10:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Smára spáir í 3. umferð Bestu
Arnór Smárason
Arnór Smárason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Gamle bandet eiga nóg inni.'
'Gamle bandet eiga nóg inni.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þriðja umferð Bestu deildarinnar fer fram í dag og á morgun, þrír leikir í dag og þrír á morgun.

Handboltamaðurinn Einar Bragi Aðalsteinsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í síðustu umferð. Núna er komið að Skagamanninum Arnóri Smárasyni að spá í spilin. Arnór Smárason, sem er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður, er fyrirliði ÍA sem ætlar sér upp úr Lengjudeildinni í sumar. Hann gekk í raðir uppeldisfélagsins í vetur eftir tvö tímabil hjá Val.

ÍBV 1 - 1 Breiðablik (16:00 í dag)
Þetta verður leikurinn þar sem eyjapeyjar ná í sitt fyrsta stig í ár. Búnir að byrja á 2 töpum í deild, detta út í bikar eftir erfiðar 120 mín, hópurinn lítill og það er akkurat þá sem Hemmi og co. stíga upp og stela stigi af Íslandsmeisturunum. Hjaltested vélin byrjar að malla (LOKSINS!!)

KA 2 - 0 Keflavík (16:00 í dag)
KA-menn halda áfram að standa sig vel og vinna frekar þægilegan sigur þarna. Haddi að gera frábæra hluti. Þreyttir Keflvíkingar eftir framlengingu í vikunni gegn ungu og spræku Lengjudeildarliði ná ekki að stríða þeim að þessu sinni.

Fram 0 - 3 Valur (19:15 í dag)
Ég er ansi hræddur um fyrir Framara að það verði sýning í Úlfarsárdalnum. Valsarar laufléttir sýna að þeir ætla að vera með í ár. Aron jó, Kiddi Freyr og Haukur Páll skora, Siggi Lár með 2 assist skellihlæjandi og vindurinn 1 assist. Gamle bandet eiga nóg inni. Verður nær 0-4 heldur en 1-3.

Stjarnan 3 - 0 HK (19:15 á morgun)
HK lendir á smá vegg í Garðabænum eftir annars mjög góða byrjun á mótinu. En þeir rífa sig svo aftur í gang í næstu umferð móti Fylki en ég er víst ekki að tippa á þann leik núna. Veit ekkert hverjir skora en ég hitti Árna Snæ í hádeginu og það var helvítis holning á honum þannig að þetta verður hreint lak þar.

Fylkir 0 - 2 FH (19:15 á morgun)
Þægilegur útisigur. FH-ingar litið vel út. Big HG hendir í einn léttan frasa inni í klefa eftir leik. Allir hlæja.

Víkingur 2 - 1 KR (19:15 á morgun)
Hörkuleikur tveggja alvöru liða. Spurning hvort ég horfi ekki á þennan bara. Víkingur tekur hann en tæpt verður það.
Theodór Elmar kemur KR yfir en Kári Árna byrjar að bauna á menn frá hliðarlínunni að rífa sig í gang og þá gera menn það bara.

Fyrri spámenn:
Einar Bragi Aðalsteinsson (4 réttir)
Orri Steinn Óskarsson (1 réttur)
Innkastið - Græn gleði og gulur völlur
Útvarpsþátturinn - Besta, KR og landsliðsmál
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner