Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   þri 23. apríl 2024 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Marín braut bein í fæti og Keflavík hefur stuttan tíma til að bregðast við
Marín Rún verður frá keppni á næstunni eftir að hafa brotið bein í fæti.
Marín Rún verður frá keppni á næstunni eftir að hafa brotið bein í fæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ólíklegt að við styrkjum liðið frekar. Við erum að byggja til framtíðar með ungum Keflavíkurstelpum. Við ætlum að einbeita okkur að því," sagði Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur við Fótbolta.net eftir 3-0 tapið gegn Breiðabliki í gær.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

Orðrómur hefur verið uppi um að Keflavík sé að leita sér að framherja og Glenn segir þess þurfa því framherjinn Marín Rún Guðmundsdóttir verði frá keppni um óljósan tíma vegna meiðsla.

„Hún braut bein í fæti fyrir 10 dögum síðan en það er mjög stuttur tími til að bregðast við núna," sagði Glenn en félagaskiptaglugginn er aðeins opinn til miðnættis á miðvikudaginn.

„Ef eitthvað kemur upp þá munum við pottþétt skoða það því við erum með ungan hóp. Félagið styður alltaf við okkur en markmiðið er samt áfram að byggja til framtíðar og byggja í kringum Keflavíkurstelpur."
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner