Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   mið 23. apríl 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Tite setur heilsuna í fyrsta sæti
Mynd: EPA
Tite, fyrrum landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur ákveðið að taka sér ótímabundið hlé frá þjálfun og setja heilsuna í fyrsta sæti.

Tite er 63 ára og stýrði Brasilíu milli 2016 og 2022. Undir hans stjórn vann liðið Copa America árið 2019.

Í fyrra fór Tite á sjúkrahús vegna hjartavandamála. Hann var nýlega orðaður við stjórastarfið hjá Corinthians, félagi sem hann hefur stýrt þrívegis áður, en er sagður hafa liðið illa áður en hann ætlaði til Sao Paulo að skrifa undir.

„Maður þarf að gera sér grein fyrir því að sem manneskja þá get ég verið viðkvæmur, að horfast í augu við það styrkir mann. Ég ákvað að hlusta á viðvörunarmerkin sem líkami minn var farinn að gefa frá sér, það besta fyrir mig núna er að taka hlé og setja heilsuna í fyrsta sæti," segir Tite.
Athugasemdir
banner
banner