Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. maí 2019 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Knattspyrnudeild Hauka harmar ummæli Björgvins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn knattspyrnudeildar Hauka er búin að gefa frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Björgvins Stefánssonar í beinni útsendingu frá leik Hauka og Þróttar R. í Inkasso-deildinni fyrr í kvöld. Björgvin er búinn að biðjast afsökunar.

„Stjórn knattspyrnudeildar Hauka harmar mjög þessi ummæli Björgvins enda á slíkt ekki að viðgangast, hvorki innan vallar né utan," segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Björgvin lét ummælin falla eftir samskipti Arnars Aðalgeirssonar, leikmanns Hauka, og Archange Nkumu hjá Þrótti.

Leikurinn sjálfur var hin mesta skemmtun þar sem fjögur mörk voru skoruð á sex mínútum en Þróttur stóð uppi sem sigurvegari á Ásvöllum, 2-4.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner