Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingahópur U23: María Catharina og Örebro stelpurnar kíkja heim
Mynd: Fortuna Sittard
Mynd: Örebro
Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U23 landsliðs kvenna hefur valið æfingahóp sem mætir til æfinga í lok mánaðar, dagana 28.-31. maí.

Æfingahópurinn samanstendur af gríðarlega öflugum fótboltakonum sem leika ýmist í Bestu deild á Íslandi eða eru á samning hjá liðum erlendis.

Breiðablik á sex fulltrúa í hópnum, FH er með fjóra og þar á eftir fylgja Þór/KA og Örebro með þrjá.

U23 liðið mun spila æfingaleik gegn Þrótti R. þessa daga. Ljóst er að framtíð kvennalandsliðsins er björt.

Æfingahópurinn:
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - Stjarnan
Aldís Guðlaugsdóttir - FH
Snædís María Jörundsdóttir - FH
Elísa Lana Sigurjónsdóttir - FH
Arna Eiríksdóttir - FH
Jelena Tinna Kujundzic - Þróttur R.
Ísabella Sara Tryggvadóttir - Valur
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir - KIF Örebro DFF
Katla María Þórðardóttir - KIF Örebro DFF
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir - KIF Örebro DFF
Emma Steinsen Jónsdóttir - Víkingur R.
Sigdís Eva Bárðardóttir - Víkingur R.
María Catharina Ólafsd. Gros - Fortuna Sittard
Birta Georgsdóttir - Breiðablik
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir - Breiðablik
Andrea Rut Bjarnadóttir - Breiðablik
Elín Helena Karlsdóttir - Breiðablik
Írena Héðinsdóttir Gonzalez - Breiðablik
Barbára Sól Gísladóttir - Breiðablik
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir - Þór/KA
Karen María Sigurgeirsdóttir - Þór/KA
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir - Þór/KA
Mist Funadóttir - Fylkir
Tinna Brá Magnúsdóttir - Fylkir
Athugasemdir
banner
banner