Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
banner
   fös 23. maí 2025 19:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: FH lagði Íslandsmeistarana - Dramatík á Hlíðarenda
Kvenaboltinn
Maya Lauren Hansen
Maya Lauren Hansen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH jafnaði Breiðablik að stigum á toppi Bestu deildar kvenna þegar liðið vann Kópavogsliðið í kvöld.

Liðin áttust við í Kaplakrika en fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir var í rammanum hjá FH eftir að hafa fengið félagaskipti til liðsins í dag vegna meiðsla Aldísar Guðlaugsdóttur.

Blikar komust yfir snemma leiks eftir vandræðagang hjá FH-ingum. Hrafnhildur Ása Haraldsdóttir fékk boltann og sendi á Samönthu Smith sem skoraði framhjá Söndru.

Stuttu síðar jafnaði Maya Lauren Hansen metin fyrir FH eftir undirbúing Ingibjargar Magnúsdóttur. Blikar náðu tökum á leiknum í kjölfarið en það var FH sem komst yfir þegar Ída Marín Hermannsdóttir skoraði laglegt mark.

Breiðablik var sterkari aðilinn í seinni hálfleik en FH beitti skyndisóknum. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og frábær sigur FH í hús.

Fanndís Friðriksdóttir náði forystunni fyrir Valskonur á Hlíðarenda gegn Víkingi eftir hornspyrnu. Snemma í seinni hálfleik jafnaði Víkingur metin þegar Dagný Rún Pétursdóttir skoraði framhjá Tinnu Brá.

Það var svakaleg dramatík í uppbótatíma þegar Valskonur fengu vítaspyrnu. Jordyn Rhodes steig á punktinn en Sigurborg Sveinbjörnsdóttir varði og bjargaði stigi fyrir Víkinga.

FH 2 - 1 Breiðablik
0-1 Samantha Rose Smith ('6 )
1-1 Maya Lauren Hansen ('10 )
2-1 Ída Marín Hermannsdóttir ('31 )
Lestu um leikinn

Valur 1 - 1 Víkingur R.
1-0 Fanndís Friðriksdóttir ('30 )
1-1 Dagný Rún Pétursdóttir ('54 )
1-1 Jordyn Rhodes ('96 , misnotað víti)
Lestu um leikinn
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 11 9 1 1 43 - 8 +35 28
2.    FH 11 8 1 2 26 - 12 +14 25
3.    Þróttur R. 11 8 1 2 24 - 11 +13 25
4.    Þór/KA 11 6 0 5 19 - 18 +1 18
5.    Valur 11 4 3 4 14 - 15 -1 15
6.    Fram 11 5 0 6 15 - 24 -9 15
7.    Tindastóll 11 4 1 6 17 - 20 -3 13
8.    Stjarnan 11 4 0 7 12 - 24 -12 12
9.    Víkingur R. 11 3 1 7 18 - 27 -9 10
10.    FHL 11 0 0 11 5 - 34 -29 0
Athugasemdir
banner