Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 23. júní 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Gummi Hreiðars: Nudda Hannesi ekki upp úr þessum mörkum
Icelandair
Gummi og Hannes á æfingu í Rússlandi.
Gummi og Hannes á æfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sepp Maier sagði einu sinni að það væri ekkert óverjandi og maður ætti alltaf að vera þar sem boltinn kæmi. Það væri kjánalegt hjá mér að segja að hann ætti að gera eitthvað betur," sagði markmannsþjálfarinn Guðmundur Hreiðarsson við Fótbolta.net í dag aðspurður út í mörkin sem Hannes Þór Halldórsson fékk á sig gegn Nígeríu í gær.

Ahmed Musa, framherji Leicester, skoraði bæði mörk Nígeríu í síðari hálfleiknum.

„Hann var nálægt því að verja fyrsta markið. Höndin hefði getað verið aðeins ofar eða aðeins utar. Hann er nálægt og gerir sig eins breiðan og hann getur. Það er erfitt að setja eitthvað út á það."

„Í seinna markinu hefði hann mögulega getað farið fyrr út en þá hefði hann líka getað litið mjög illa út og verið kominn í einskins manns land. Ég ætla ekki að nudda honum upp úr þessum tveimur mörkum. Það er alveg klárt."

Guðmundur hefur verið ánægður með Hannes í leikjunum hingað til.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðu hans og hugarfar. Ég er rosalega ánægður með alla markmennina á mótinu hingað til. Þeir hafa lagt sig gríðarlega vel fram og stutt vel við hvorn annan. Þeir hafa allir bætt sig og eru í rosalega góðu standi. Ég er ánægður með Hannes og ég er ánægður með hina tvo."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.

Sjá einnig:
Gummi Hreiðars þurfti að öskra til að fá VAR vítið
Athugasemdir
banner
banner
banner