Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mið 23. júní 2021 23:16
Sverrir Örn Einarsson
Helgi Þór: Lappirnar voru farnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er klárlega liðssigur. Vorum búnir að vinna fyrir hvorn annan allann leikinn og djöfull var þetta sætt,“ oru fyrstu orð Helga Þórs Jónssonar annars af markaskorurum Keflavíkur sem sló Breiðablik út úr Mjólkurbikarnum með 2-0 sigri í framlengdum leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Breiðablik

Leikurinn var fjörugur og nokkuð opin lengst af og fengu bæði lið færi til að skora í venjulegum leiktíma. Áhorfendur þurftu þó að bíða í 113 mínútur eftir fyrsta markinu sem Helgi skoraði eftir góðan undirbúning Kian Williams. Var ekkert erfitt að klára hlaupið inn í teig og klára færið?

„Lappirnar voru farnar, þetta var bara hausinn að keyra áfram.“

Keflavík sem er á tveggja leikja sigurgöngu í deildinni vinnur sinn þriðja leik í röð alls með sigrinum. Er þetta ekki að hafa jákvæð áhrif á sjálfstraustið?

„Já klárlega, við sjáum að við eigum fullt erindi hérna og klárir í þetta. Og búnir að laga varnarleikinn og þá fer þetta allt að smella.“

Sagði Helgi Þór en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir