Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. júní 2021 19:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Gríðarlega óvænt úrslit og drama í Garðabæ
Lærisveinar Gunnars Heiðars slógu út Víkings Ólafsvík. Magnað!
Lærisveinar Gunnars Heiðars slógu út Víkings Ólafsvík. Magnað!
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
ÍR er komið áfram eftir stórkostlegan sigur.
ÍR er komið áfram eftir stórkostlegan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru heldur betur óvænt úrslit í Mjólkurbikarnum, í leikjunum sem voru að klárast.

KFS úr Vestmannaeyjum er komið áfram eftir gríðarlega óvæntan sigur á Víkingi Ólafsvík á heimavelli.

Ólsarar eru á botni Lengjudeildarinnar en KFS er á botni 3. deildar. Það var fjörugur leikur í Eyjum þar sem KFS komst þrisvar yfir. Þeim tókst að loks að landa 4-2 sigri, magnaður sigur hjá KFS sem er komið í 16-liða úrslit.

KFS er venslafélag ÍBV, sem komst ekki áfram. ÍBV heimsótti ÍR, sem er í 2. deild, og þar spilað ÍR stórkostlegan leik. Þeir náðu að landa frábærum 3-0 sigri gegn ÍBV. Magnaður dagur fyrir ÍBV og ÍR, sem eru komin í 16-liða úrslitin.

Vestri lagði Aftureldingu að velli, þar sem Sergine Modou Fall skoraði sigurmarkið, og í Garðabæ kom KA til baka seint og síðar meira gegn Stjörnunni. KA-menn hafa verið frábærir í sumar og þeir ætla sér líka langt í bikarnum.

„HVAÐ ER ÞETTAAAA!!!!! FLAUTUMARK SEM ER SPRELLIMARK! Stjörnumenn eru æfir af reiði. Þessi bolti var farinn út af, ég er 99% á því. Misskilningur í öftustu línu Stjörnunnar og boltinn virtist vera farinn út af þegar Sveinn Margeir tæklar hann til Elfars Árna sem skorar í tómt markið," skrifaði Elvar Geir Magnússon þegar KA skoraði sigurmark sitt. Það var mikil dramatík undir lokin í Garðabænum.

ÍR 3 - 0 ÍBV
1-0 Jón Kristinn Ingason ('13)
2-0 Jorgen Pettersen ('72)
3-0 Hörður Máni Ásmundsson ('90)

KFS 4 - 2 Víkingur Ó.
1-0 Elmar Erlingsson ('35)
1-1 Mikael Hrafn Helgason ('50)
2-1 Elmar Erlingsson ('56)
2-2 Hlynur Sævar Jónsson ('60)
3-2 Víðir Þorvarðarson ('82)
4-2 Elmar Erlingsson ('90)

Afturelding 1 - 2 Vestri
0-1 Pétur Bjarnason ('14 )
1-1 Valgeir Árni Svansson ('41 )
1-2 Sergine Modou Fall ('60 )
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan 1 - 2 KA
1-0 Emil Atlason ('57 )
1-1 Sebastiaan Brebels ('86 )
1-2 Elfar Árni Aðalsteinsson ('94 )
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner