Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. júní 2021 16:15
Elvar Geir Magnússon
Prinsinn snýr heim til Berlínar (Staðfest)
Kevin-Prince Boateng í leik með Fiorentina á síðasta ári.
Kevin-Prince Boateng í leik með Fiorentina á síðasta ári.
Mynd: Getty Images
Kevin-Prince Boateng hefur lokað hringnum og er búinn að skrifa undir samning við Hertha Berlín í þýsku Bundesligunni.

Hertha hafnaði í fjórtánda sæti þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð.

Boateng er 34 ára og kom upp úr unglingastarfi Hertha Berlín og lék svo með aðalliði félagsins áður en hann gekk í raðir Tottenham árið 2007.

Síðan hefur hann víða komið við en hann hefur orðið Ítalíumeistari með AC Milan, Spánarmeistari með Barcelona og þýskur bikarmeistari með Eintracht Frankfurt.

Á síðasta tímabili lék hann með Monza í ítölsku B-deildinni, liðið endaði í þriðja sæti og mistókst að komast upp í A-deildina.

Í tilkynningu frá Hertha Berlín segir félagið að leiðtogi, innan sem utan vallar, sé að snúa heim.


Athugasemdir
banner
banner