Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. júlí 2019 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
United sagt nálgast kaup á Pepe - Inter hætt við Lukaku
Woodward ekki með United á æfingaferðalaginu
Mynd: Getty Images
Nicolas Pepe, leikmaður Lille, er gífurlega eftirsóttur og hafa mörg stórliðin sýnt þessum 24 ára leikmanni frá Fílabeinsströndinni áhuga.

Manchester United er sagt nálægt því að klára 70 milljón punda samning við Lille um kaup á leikmanninum.

Pepe skoraði 23 mörk í 41 leik í öllum keppnum í fyrra. Eigandi Lille, Gerard Lopez, segir framtíð kantmannsins svo gott sem klára.

„Viðskipti tengd Nico eru svo gott sem kláruð og hann hefði í raun getað farið síðasta sumar. Það er satt að það eru stór félög með há tilboð í hann svo ég held að hann fari en hvað veit maður í fótbolta," sagði Lopez við La Voix du Nord.

Þá segir Gazzetta dello Sport að Inter sé hætt við kaup á Romelu Lukaku og einblíni nú á að fá Edin Dzeko frá Roma eða Rafael Leao, framherja Lille, sem Everton hefur einnig áhuga á. United neitaði tilboði Inter í Lukaku sem hljóðaði upp á tæplega 54 milljónir punda.

Woodward ekki með United á æfingaferðalaginu
Í fyrsta sinn síðan 2013, árið sem Ed Woodward var ráðinn til United, fer hann ekki með félaginu í æfingaferð liðsins á undirbúningstímabilinu.

Samkvæmt heimildum Sky Sports er Woodward á Bretlandi til að flýta fyrir mögulegum félagaskiptum. United er sagt hafa áhuga á Sean Longstaff, miðjumanni Newcastle og Harry Maguire, miðverði Leicester.
Athugasemdir
banner
banner
banner