Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho með Zamorano pælingar?
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Jadon Sancho var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður Manchester United.

Þessi saga um Sancho og United hefur varað lengi, en tókst loksins endi í dag.

Það hafa margir kallað eftir því að Sancho fái hina goðsagnarkenndu treyju númer 7 hjá Man Utd. Menn eins og Eric Cantona, David Beckham og Cristiano Ronaldo hafa verið með númerið aftan á bakinu hjá United.

Sancho fær hins vegar ekki það númer, ekki strax. Edinson Cavani er með það og það verður ekki tekið af honum. Sancho mun spila sitt fyrsta tímabil hjá Rauðu djöflunum í treyju númer 25.

Eftir að tilkynnt var um treyjunúmer Sancho, þá var því kastað fram á samfélagsmiðlum að kantmaðurinn væri kannski með Ivan Zamorano pælingar.

Treyja númer níu af tekin af Zamorano þegar hann var leikmaður Inter. Brasilíska goðsögnin Ronaldo tók nefnilega treyjunúmerið. Zamorano dó ekki ráðalaus og ákvað að vera í treyju númer 8+1.

Sumir sé í raun að hugsa um treyju númer 7 með þessu númeravali sínu; 2+5 er jú auðvitað 7.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner