Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 07:55
Ívan Guðjón Baldursson
Segja Roma hafa náð samkomulagi við Arsenal
Mynd: EPA
Fjölmiðlar á Ítalíu segja að svisslenski miðjumaðurinn Granit Xhaka sé á leið í herbúðir AS Roma í ítalska boltanum.

Jose Mourinho hefur miklar mætur á Xhaka og er talið að Roma borgi tæpar 20 milljónir evra fyrir miðjumanninn.

Xhaka, sem verður 29 ára í haust, er fyrirliði svissneska landsliðsins og var áður fyrr fyrirlði Borussia Mönchengladbach. Hann var einnig fyrirliði Arsenal en bandið tekið af honum eftir ósætti við stuðningsmenn.

Xhala á tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal en hann var keyptur til félagsins fyrir fimm árum og kostaði þá 45 milljónir evra.

Xhaka spilaði 220 leiki á fimm árum hjá Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner