Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. ágúst 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Orri Sigurður spáir í 15. umferð Pepsi Max-kvenna
Orri Sigurður Ómarsson.
Orri Sigurður Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik vinnur Stjörnuna örugglega samkvæmt spá Orra.
Breiðablik vinnur Stjörnuna örugglega samkvæmt spá Orra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Birgisson var með fjóra rétta af fimm þegar hann spáði í síðustu umferð í Pepsi Max-deild kvenna.

Orri Sigurður Ómarsson spáir í leikina að þessu sinni.



ÍBV 2 - 1 HK/Víkingur (14:00 á sunnudag)
ÍBV hafa verið í tómu tjóni a þessu tímabili og maður veit aldrei hvar maður hefur þær. Missirinn af Chloe er gífurlegur þannig þetta verður alls ekki öruggt. Þær hinsvegar taka þennan leik á heimavelli.

Þór/KA 2 - 2 Selfoss (14:00 á sunnudag)
Selfoss hafa átt frábært tímabil og þær fara nokkuð pressulausar inn í þennan leik. Þór/KA eru samt sem áður komnar með Stjórann til baka þannig að þetta endar í jafnteflinu.

Breiðablik 4 - 0 Stjarnan (14:00 á sunnudag)
Sama og með ÍBV þá er Stjarnan algjört yoyo lið og því miður þá tekur UBK þetta auðveldlega á heimavelli. Þær vita að þær verða að vinna og þær gera það. Berglind með tvö mörk og tvö assist og Alexandra með tvö mörk og tvö assist (þarf þessi Fantasy stig takk).

Fylkir 1 - 3 Valur (14:00 á sunnudag)
Valskonur halda bara áfram að vinna og vinna og þetta endar með öruggum sigri. Komast í 3-0 en Ída skorar svo í lokin.

Keflavík 2 - 1 KR (14:00 á sunnudag)
Alvöru fallbaráttu slagur þar sem minar konur í Keflavíkinni taka stigin. KR mætir með vanmat inn í leikinn eftir að seinustu leikir hafa verið ágætir hjá þeim en Keflavík kemur á óvart. Þrátt fyrir að það vanti tvo af spjaldaglöðu þríburunum þá taka þær þetta á þéttleika.

Sjá einnig:
Hörður Snævar Jónssn (5 réttir)
Gunnar Birgisson (4 réttir)
Sif Atladóttir (4 réttir)
Jóhann Ingi Hafþórsson (4 réttir)
Svava Rós Guðmundsdóttir (4 réttir)
Bjarni Helgason (4 réttir)
Úlfur Blandon (4 réttir)
Guðrún Arnardóttir (3 réttir)
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir (2 réttir)
Gunnar Borgþórsson (2 réttir)
Erna Guðrún Magnúsdóttir (2 réttir)
Sandra María Jessen (2 réttir)

Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner