Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. september 2019 18:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír leikir fyrir luktum dyrum í komandi landsleikjatörn
Martin Skrtel fékk rautt spjald gegn Englandi. Nú fékk knattspyrnusambandið rautt spjald.
Martin Skrtel fékk rautt spjald gegn Englandi. Nú fékk knattspyrnusambandið rautt spjald.
Mynd: Getty Images
UEFA hefur skipað Slóvökum að spila næsta heimaleik sinn í undankeppni fyrir EM2020, gegn Wales, fyrir luktum dyrum.

Leikurinn fer fram þann 10. október í Trnava. UEFA setur þessa skipun fram vegna rasískra hljóða frá stuðningsmönnum landsliðsins.

Velska knattspyrnusambandið er að áfrýja þessari niðurstöðu og vill fá leyfi sambandsins fyrir því að stuðningsmenn Wales megi mæta á völlinn. 2137 miðar eru nú þegar seldir til stuðningsmanna Wales.

Rasísku söngvarnir komu gegn Ungverjalandi í útileik Slóvakíu sem fór fram þann 9. þessa mánaðar. Slóvakíska sambandið var þá sektað um 20 þúsund evrur eða um 2,75 milljónir íslenskra króna.

UEFA hefur þá einnig skipað Rúmenum og Ungverjum að leika sína næstu leiki fyrir luktum dyrum. Rúmenar mæta Norðmönnum og Ungverjar fá Aserbaídsjan í heimsókn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner