Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
banner
   fim 23. september 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Napoli eina liðið með fullt hús
Þrír síðustu leikir fimmtu umferðar ítalska deildartímabilsins fara fram í dag og í kvöld. Þrjú öflug lið mæta til leiks, þar á meðal Napoli sem er eina lið deildarinnar með fullt hús stiga.

Napoli heimsækir spennandi lið Sampdoria og getur endurheimt toppsæti deildarinnar með sigri. Inter og Milan deila toppsætinu með 13 stig og Napoli er með 12.

Á sama tíma eiga lærisveinar Maurizio Sarri í Lazio útileik gegn Torino. Þeir geta jafnað Atalanta á stigum með sigri.

Síðasti leikur kvöldsins er heimaleikur AS Roma gegn Udinese. Þar geta lærisveinar Jose Mourinho komist í fjórða sæti með sigri en Rómverjar voru með fullt hús stiga þar til þeir töpuðu óvænt fyrir Verona í síðustu umferð.

Leikir dagsins:
16:30 Sampdoria - Napoli
16:30 Torino - Lazio
18:45 Roma - Udinese
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
2 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
3 Inter 13 9 0 4 28 13 +15 27
4 Roma 13 9 0 4 15 7 +8 27
5 Como 13 6 6 1 19 7 +12 24
6 Bologna 13 7 3 3 22 11 +11 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
9 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
10 Sassuolo 13 5 2 6 16 16 0 17
11 Cremonese 13 4 5 4 16 17 -1 17
12 Atalanta 13 3 7 3 16 14 +2 16
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 13 3 4 6 10 17 -7 13
15 Cagliari 13 2 5 6 13 19 -6 11
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Fiorentina 13 0 6 7 10 21 -11 6
20 Verona 13 0 6 7 8 20 -12 6
Athugasemdir
banner