Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 23. september 2023 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arna að renna út á samningi - Langar að sýna sjálfri sér að hún geti vel spilað erlendis
Gríðarlega ánægð á Hlíðarenda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir, leikmaður Vals, er að renna út á samningi eftir tæpan mánuð. Hún er einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar og verður fróðlegt að sjá hvort hún verði áfram í Val.

Hún var til viðtals fyrir landsliðsæfingu í vikunni. Er hún ánægð hjá Val eða er hún að horfa í kringum sig?

„Ég er gríðarlega ánægð á Hlíðarenda, líður vel þar og finnst ég ennþá vera að vaxa og bæta mig sem leikmaður. Ég er í mjög góðu umhverfi. Einbeitingin var á að vinna titilinn aftur og komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar," sagði Arna sem varð Íslandsmeistari með Val í síðustu viku.

Hún hefur spilað erlendis á sínum ferli. Dvelur það í henni að fara aftur út?

„Það gerir það auðvitað að hluta til. Ég hef nefnt það áður að mig langar alveg að sýna, sérstaklega sjálfri mér, að ég geti það vel. Svo er maður kominn á þann aldur að það fara aðrir hlutir að skipta máli, maður er bara að njóta þess að spila. Eins og þetta hefur verið síðustu tvö ár þá höfum við verið að vinna titla og gengið vel," sagði miðvörðurinn.

Arna er fædd árið 1992 og lék síðast erlendis með skoska liðinu Glasgow City árið 2021.
Arna Sif auðmjúk gagnvart landsliðinu: Átta mig á minni stöðu
Athugasemdir
banner
banner