Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. september 2023 20:51
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Skoraði þriðja leikinn í röð í sigri Milan - Juventus fékk á sig fjögur mörk í tapi
Rafael Leo skoraði sigurmark Milan
Rafael Leo skoraði sigurmark Milan
Mynd: EPA
Juventus tapaði fyrir Sassuolo
Juventus tapaði fyrir Sassuolo
Mynd: Getty Images
Rafael Leao var hetja AC Milan í 1-0 sigrinum á Hellas Verona í Seríu A á Ítalíu í dag. Juventus tapaði þá fyrir Sassuolo, 4-2, í fjörugum leik.

Leao gerði mark sitt á 8. mínútu leiksins, en hann var að skora þriðja leikinn í röð.

Ciro Immobile skoraði úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli Lazio gegn Monza. Roberto Gagliardini jafnaði fyrir Monza, en Lazio hefur aðeins unnið einn af fimm leikjum sínum í deildinni á tímabilinu.

Juventus fékk skell á útivelli er liðið tapaði fyrir Sassuolo, 4-2. Heimamenn í Sassuolo voru yfir í hálfleik, 2-1, en Federico Chiesa jafnaði þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum.

Andrea Pinamonti og sjálfsmark frá Federico Gatti afgreiddi þennan leik fyrir Sassuolo sem er með 6 stig á meðan Juventus er í 4. sæti með 10 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Lazio 1 - 1 Monza
1-0 Ciro Immobile ('12 , víti)
1-1 Roberto Gagliardini ('36 )

Milan 1 - 0 Verona
1-0 Rafael Leao ('8 )

Sassuolo 4 - 2 Juventus
1-0 Armand Lauriente ('12 )
1 -1 Matias Vina ('21 , sjálfsmark)
2-1 Domenico Berardi ('41 )
2-2 Federico Chiesa ('78 )
3-2 Andrea Pinamonti ('82 )
4-2 Federico Gatti ('90 , sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner