Fjölnir féll úr Lengjudeildinni í sumar en uppaldir strákar halda tryggð við liðið. Árni Steinn Sigursteinsson gerði nýjan samning við liðið á dögunum.
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson hefur gert slíkt hið sama og mun taka slaginn með liðinu í 2. deild næsta sumar.
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson hefur gert slíkt hið sama og mun taka slaginn með liðinu í 2. deild næsta sumar.
Vilhjálmur er fæddur árið 2002 en hann er uppalinn hjá Fjölni. Hann kom við sögu í ellefu leikjum í Lengjudeildinni í sumar.
Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið árið 2019 en hann hefur alls spilað 125 leiki og skorað 4 mörk á ferlinum. Hann á 15 landsleiki fyrir hönd yngri landsliða og skorað eitt mark.
Athugasemdir