Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 20. september 2025 22:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Valencia lagði Athletic - Alexis Sanchez hetja Sevilla
Mynd: EPA
Hinn 36 ára gamli Alexis Sanchez var hetja Sevilla þegar liðið vann Alaves í dag.

Sanchez kom inn á þegar stundafjórðungur var liðinn af leiknum. Staðan var 1-1 í hálfleik en Sanchez tryggði liðinu sigurinn með marki eftir rúmlega klukkutíma leik.

Villarreal tapaði gegn Tottenham í Meistaradeildinni í vikunni en liðið nældi í sigur í spænsku deildinni í dag. Villarreal fékk Osasuna í heimsókn en Valentin Rosiere, leikmaður Osasuna, var búinn að næla sér í tvö gul og þar með rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks.

Þrátt fyrir það kom Ante Budimir Osasuna yfir stuttu síðar með marki úr vítaspyrnu. Villarreal nýtti sér hins vegar liðsmuninn í seinni hálfleik og vann að lokum.

Athletic Bilbao tapaði gegn Arsenal í Meistaradeildinni í vikunni og tapaði síðan gegn Valencia í kvöld. Dani Vivian, varnarmaður Athletic, fékk rauða spjaldið eftir klukkutíma leik og Valencia náði að nýta sér liðsmuninn og skora tvö mörk.

Villarreal 2 - 1 Osasuna
0-1 Ante Budimir ('45 , víti)
1-1 Georges Mikautadze ('69 )
2-1 Pape Gueye ('85 )
Rautt spjald: Valentin Rosier, Osasuna ('40)

Alaves 1 - 2 Sevilla
0-1 Ruben Vargas ('10 )
1-1 Carlos Vicente ('17 , víti)
1-2 Alexis Sanchez ('67 )

Valencia 2 - 0 Athletic
1-0 Baptiste Santamaria ('73 )
2-0 Hugo Duro ('90 )
Rautt spjald: Dani Vivian, Athletic ('61)
Athugasemdir
banner
banner