Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   sun 21. september 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigurjón Rúnars: Alltaf gaman að spila alvöru leiki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í efri hlutanum í Bestu deildinni hefst í dag með tveimur leikjum. Fram fær topplið Víkings í heimsókn. Fótbolti.net heyrði í Sigurjóni Rúnarssyni, leikmanni Fram, í aðdraganda leiksins.

Hvernig leggst leikurinn í þig og ykkur í liðinu? Hvað þurfið þið að gera til að vinna Víkingana? Eitthvað sem þarf sérstaklega að stoppa hjá þeim?

„Þessi leikur leggst vel í okkur við komum vel gíraðir til leiks, alltaf gaman að spila alvöru leiki. Við þurfum bara að vera eins massífir og höfum verið varnarlega og beinskeyttir frammávið.„

Með hvaða markmið farið þið inn í efra umspilið? Fylgdust menn spenntir með Breiðablik-ÍBV, eitthvað stress?

„Förum með það markmiði að vinna þá leiki sem eru eftir og bara njóta þess að spila stóra leiki við bestu lið landsins og enda tímabilið með stæl og byggja ofaná það fyrir næsta tímabil."

„Já við tókum leikinn saman eftir 'recovery' æfingu, ætla nú ekkert að ljúga því taugarnar fengu alveg að finna fyrir því á köflum."

Það kom erfiður kafli hjá ykkur, ca. einn og hálfur mánuður þar sem þið unnið ekki í talsverðan tíma, var eitthvað gert öðruvísi fyrir leikinn gegn Val þar sem sigurinn kom loksins?

„Rétt það kom smá niðurtúr hjá okkur á tíma þar sem stiga söfnunin var dræm þó svo að spilamennskan hafi verið fín á köflum. Það var bara farið yfir málin á góðu nótunum að ef menn myndu ekki gíra sig i gang núna og gera sig gildandi í efri hluta hvenær þá og soldið finna okkar gildi aftur vera massífir og þéttir varnarlega og beittir fram á við."

Hvernig líður þér með tímabilið til þessa?

„Heilt yfir er ég sáttur með tímabilið, eitt af markmiðum var að enda í efri hluta og berjast við bestu liðin þar sem við eigum klárlega heima. Spilamennskan hefur verið góð þó svo stigasöfnun hefði mátt vera meiri á köflum en þetta er klárlega eitthvað sem við byggjum ofaná fyrir næsta tímabil og stefnum enn hærra," sagði Sigurjón að lokum.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
Athugasemdir