Dagur Dan Þórhallsson byrjaði á bekknum þegar Orlando City vann dramatískan sigur gegn Nashville í bandarísku MLS deildinni í nótt.
Orlando náði tveggja marka forystu en Nashville jafnaði metin snemma í seinni hálfleik. Það var svo á fimmtu mínútu í uppbótartíma sem sigurmark Orlando kom. Dagur Dan kom inn á 86. mínútu.
Orlando náði tveggja marka forystu en Nashville jafnaði metin snemma í seinni hálfleik. Það var svo á fimmtu mínútu í uppbótartíma sem sigurmark Orlando kom. Dagur Dan kom inn á 86. mínútu.
Orlando er í 6. sæti Austurdeildar með 51 stig eftir 30 umferðir, liðið er stigi á undan Nashville sem er búið að spila einum leik meira.
Lionel Messi fór mikinn í 3-2 sigri Inter Miami gegn DC United. Messi skoraði tvennu og lagði upp eitt. Christian Benteke skoraði fyrra mark DC og lagði upp seinna markið.
Inter Miami er í 5. sæti Austurdeildar með 52 stig en liðið hefur aðeins spilað 28 leiki. DC United er í 14. sæti með 25 stig eftir 31 umferð.
Rob Holding var í byrjunarliði Coloardo Rapids sem tapaði gegn FC Dallas 3-1. Colorado er í 8. sæti Vesturdeildarinnar með 39 stig eftir 31 umferð. FC Dallas er með 37 stig í 9. sæti eftir 30 umferðir.
Athugasemdir