Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   sun 21. september 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hurzeler um Baleba: Stórt tilboð frá Man Utd gæti haft áhrif á ungan dreng
Mynd: EPA
Carlos Baleba, miðjumaður Brighton, var mikið orðaður við Man Utd í sumar en hann hefur ekki spilað mjög mikið fyrir Brighton á tímabilinu.

Hann hefur aðeins spilað meira en einn hálfleik í tveimur leikjum. Hann var tekinn af velli í hálfleik í 2-2 jafntefli gegn Tottenham í gær.

„Carlos bætti sig ótrúlega mikið í fyrra. Það ætlast allir til þess að hann haldi því áfram, hann er bara tvítugur, það eru hæðir og lægðir. Það eru smá lægðir núna," sagði Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, eftir leikinn gegn Tottenham.

„Hann er ekki vélmenni, stórt tilboð frá Man Utd gæti haft áhrif á ungan dreng. Það er líka hluti af þróuninni hans."
Athugasemdir