Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
banner
   sun 21. september 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Liverpool látinn
Kvenaboltinn
Mynd: Liverpool
Matt Beard, fyrrum þjálfari kvennaliðs Liverpool, er látinn aðeins 47 ára að aldri.

Hann hóf þjálfaraferilinn árið 2008 og stýrði þá kvennaliði Millwall. Hann fór síðan til Chelsea en var ráðinn til Liverpool árið 2012. Liðið vann enska titilinn tvö ár í röð undir hans stjórn.

Katrín Ómarsdóttir var leikmaður Liverpool frá 2013-2015.

Beard yfirgaf Liverpool árið 2015 en sneri aftur árið 2021. Liðið var þá í næst efstu deild en hann kom liðinu aftur upp.

Hann þjálfaði einnig hjá kvennaliðum Chelsea, West Ham United og nú síðast Burnley. Beard skilur eftir sig eiginkonu, Debbie, og tvö börn.

Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu vegna andláts Beard.

„Knattspyrnufélagið Liverpool er í miklu áfalli og harmi slegið yfir skyndilegu andláti fyrrverandi knattspyrnustjóra kvennaliðsins í Liverpool.

Hugur allra hjá félaginu er hjá fjölskyldu og vinum Matts á þessum erfiðu tímum.

Matt var ekki aðeins einstaklega hollur og farsæll knattspyrnustjóri, heldur var hann einnig einstaklingur með mikinn heiðarleika og hlýju, sem allir sem hann vann með hjá félaginu munu alltaf minnast með einlægri hlýju."
Segir í yfirlýsingu Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner