Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 23. október 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher ekki hrifinn af Emery: Þetta er verra núna
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher er ekki sérlega hrifinn af Unai Emery og segist sjá litlar sem engar breytingar á Arsenal frá því að hann tók við af Arsene Wenger í fyrra.

Tölfræðilega hefur gengi Arsenal verið nánast alveg eins ef borið er saman tíma Emery hjá félaginu við síðustu tímabil Wenger þar.

Arsenal tapaði 1-0 fyrir nýliðum Sheffield United á mánudaginn og er í 5. sæti, með 15 stig eftir 9 umferðir.

„Ég hef sagt þetta áður. Ég sé engan mun á Arsenal núna og síðustu tímabil Arsene Wenger hjá félaginu. Ef eitthvað þá er þetta verra núna," sagði Carragher í beinni útsendingu.

„Sheffield United spilaði betri fótbolta heldur en Arsenal í fyrri hálfleik. Þetta er eitthvað sem maður gat ekki sagt þegar Wenger var við stjórnvölinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner