Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. október 2020 15:48
Magnús Már Einarsson
Brewster: Verður skrýtið að mæta Liverpool
Mætir Liverpool á morgun.
Mætir Liverpool á morgun.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Rhian Brewster snýr aftur á kunnulegar slóðir annað kvöld þegar Liverpool fær Sheffield United í heimsókn á Anfield í ensku úrvalsdeildinni.

Sheffield United keypti Brewster í sínar raðir frá Liverpool í síðasta mánuði.

„Þetta verður frekar skrýtið. Þetta verður gott augnablik og aþð verður gott að hitta alla. Ég náði ekki að kveðja því að félagaskiptin gerðust svo hratt," sagði Brewster.

Hinn tvítugi Brewster var á láni hjá Swansea í Championship deildinni síðari hlutann á síðasta tímabili. Hann ákvað að kýla á að fara frá Liverpool núna frekar en að bíða eftir tækifæri hjá ensku meisturunum.

„Enska úrvalsdeildin er stærri en Championship og ég vonast til að geta gert það sama í úrvalsdeildinni. Þetta var rétti tíminn fyrir mig til að reyna að sanna mig í úrvalsdeildinni," sagði Brewster.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner