Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 23. október 2020 14:45
Magnús Már Einarsson
Man Utd draumalið Gary Neville vekur athygli
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sérfræðingur hjá Sky, birti í dag áhugavert draumalið á Twitter.

Um er að ræða draumalið leikmanna United sem koma ekki frá Englandi, Írlandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi.

Stuðningsmenn Manchester United voru margir hissa á að sjá brasilíska bakvörðinn Rafael í liðinu en ekki Antonio Valencia.

Það vakti einnig athygli að Neville valdi argentínska miðjumanninn Juan Sebastian Veron í liðið. Veron var hjá Manchester United 2001-2003 en náði ekki að slá í gegn.

Hér að neðan má sjá liðið.


Athugasemdir
banner
banner