Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. október 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Feykir 
Stúka byggð á Sauðárkróki fyrir Pepsi Max-deild kvenna
Tindastólskonur fagna.
Tindastólskonur fagna.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Farið verður í uppbyggingu á stúku og viðeigandi aðstöðu við gervigrasvöllinn á Sauðárkróki fyrir tímabilið 2021. Aðstaðan þarf að uppfylla skilyrði mannvirkjanefndar KSÍ um leiki í efstu deild.

Þetta kemur fram á síðunni Feykir en félagið á Sauðárkróki, Tindastóll, mun leika í fyrsta sinn í efstu deild í knattspyrnu á næsta ári þegar kvennalið félagsins mætir þar til leiks í Pepsi Max-deildina.

Tindastóll varð á þessu tímabili Lengjudeildarmeistari og tryggði sér þar með sæti í efstu deild á komandi tímabili.

Í frétt Feykis kemur einnig fram að sveitarstjórn Skagafjarðar hafi samþykkt að styrkja knattspyrnudeild Tindastóls um 1,7 milljónir króna vegna framúrskarandi árangurs meistaraflokks kvenna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner