Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. október 2020 20:22
Brynjar Ingi Erluson
Wilshere: Fólk gleymir því að ég er bara 28 ára
Jack Wilshere er opinn fyrir því að spila í öðru landi
Jack Wilshere er opinn fyrir því að spila í öðru landi
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Jack Wilshere vonast til að finna sér nýtt félag sem fyrst en hann hefur verið án félags frá því hann yfirgaf West Ham fyrr í þessum mánuði.

Wilshere, sem er 28 ára gamall, er uppalinn hjá Arsenal og spilaði með liðinu til 2018 áður en hann gekk til liðs við West Ham. Hann hefur verið afar óheppinn með meiðsli á ferlinum en hann spilaði aðeins sextán leiki fyrir West Ham áður en hann rifti samningnum við félagið á dögunum.

Hann vonast til að finna sér félag á næstunni en hann er opinn fyrir því að spila í öðru landi.

„Fólk má segja það sem það vill um fótboltamenn og að þeir fái vel greitt en það er ekkert verra fyrir sjálfstraustið þegar maður fær ekki að spila. Það virðist ekki skipta máli hvað maður gerir á æfingum eða hvað aðrir leikmenn gera, þó svo liðið tapi 3-0 þá fær maður ekki tækifæri til að sýna sig," sagði Wilshere.

„Ég vildi ekki vera í þessu umhverfi. Það er mikilvægt fyrir mig að finna félag þar sem ég fæ að spila og er talinn sem mikilvægur leikmaður. Þá er maður ánægður en ég vil ekki flýta mér of mikið því þetta þarf að vera rétta liðið og rétta landið."

„Ég er opinn fyrir því að spila í Evrópu eða hvar sem er. Fólk gleymir því að ég er bara 28 ára gamall. Það halda allir að ég sé 30 eða 31 árs gamall því ég hóf atvinnumannaferilinn þegar ég var 16 ára. Það eru tólf ár síðan sem er mjög langur tími í fótbolta,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner