Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. nóvember 2019 10:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úrvalsdeildin viðurkennir mistök VAR í fjórum tilvikum
Sokratis í leiknum gegn Palace.
Sokratis í leiknum gegn Palace.
Mynd: Getty Images
Mike Riley
Mike Riley
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska úrvalsdeildin viðurkennir að fjórar ákvarðanir, sem VAR hafi breytt, hafi leitt til rangrar niðurstöðu.

Mike Riley, yfirmaður VAR-mála segir enn langt í land í að ná fullum tökum á VAR.

Samkvæmt útreikningum eru 91% dómar réttir til þessa á leiktíðinni miðað við 82% á sama tíma á síðustu leiktíð. Fjögur stór mistök setji þó blett á nýju tæknina, atvikin sem tekin eru saman má lesa um hér að neðan.

Vítaspyrnan sem Brighton fékk gegn Everton
Eftir að hafa skoðað atvikið er vítaspyrnan sem dæmd var á Michael Keane fyrir meint brot á Aaron Connolly talin röng niðurstaða.

Vítaspyrnan sem Daniel James fékk gegn Norwich
Daniel James krækti í vítaspyrnu gegn Norwich fyrir meint brot Ben Godfrey. Tim Krul varði vítaspyrnuna en hana átti aldrei að dæma.

Sigurmark Sokratis gegn Palace
Sokratis Papastathopoulous skoraði að því er virtist löglegt mark gegn Crystal Palace en brot var dæmt á Calum Chambers.

Vítaspyrnudómurinn á Jorginho gegn Watford
Jorginho sýndi afar klaufalega takta og missti boltann til Gerard Deulofeu í leik Chelsea og Watford. Jorginho virtist brjóta á Deulofeu og víti dæmt en samkvæmt niðurstöðu átti ekki að dæma það víti.
Athugasemdir
banner
banner
banner