Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   mán 23. nóvember 2020 11:24
Elvar Geir Magnússon
Óttast að meiðsli Pique séu verri en fyrst var talið
Óttast er að meiðslin sem varnarmaðurinn Gerard Pique hjá Barcelona hlaut gegn Atletico Madrid á laugardaginn séu verri en upphaflega var talið.

Pique meiddist á hné og gæti mögulega verið frá í sex til átta mánuði samkvæmt Mundo Deportivo.

Pique er að fara í skoðun hjá Dr. Ramon Cugat, hnésérfræðingnum sem nýlega framkvæmdi aðgerð á Ansu Fati.

Meiðslalisti Barcelona lengist. Clement Lenglet er eini náttúrulegi miðvörðurinn sem er heill núna. Samuel Umtiti, Ronald Araujo og Pique eru allir meiddir.

Reiknað er með að Ronald Koeman muni nota Hollendinginn Frenkie de Jong við hlið Lenglet í vörninni.

Barcelona fer brösuglega af stað á tímabilinu eins og sjá má á stöðutöflunni:
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 17 14 1 2 49 20 +29 43
2 Real Madrid 16 11 3 2 32 15 +17 36
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 17 10 4 3 30 16 +14 34
5 Espanyol 16 9 3 4 20 16 +4 30
6 Betis 15 6 6 3 25 19 +6 24
7 Athletic 16 7 2 7 15 20 -5 23
8 Getafe 16 6 2 8 13 18 -5 20
9 Elche 16 4 7 5 19 20 -1 19
10 Celta 15 4 7 4 18 19 -1 19
11 Alaves 15 5 3 7 13 15 -2 18
12 Vallecano 15 4 5 6 13 16 -3 17
13 Sevilla 15 5 2 8 20 24 -4 17
14 Mallorca 16 4 5 7 18 23 -5 17
15 Real Sociedad 16 4 4 8 20 24 -4 16
16 Osasuna 16 4 3 9 14 20 -6 15
17 Valencia 16 3 6 7 15 25 -10 15
18 Girona 16 3 6 7 15 30 -15 15
19 Oviedo 15 2 4 9 7 22 -15 10
20 Levante 15 2 3 10 16 28 -12 9
Athugasemdir
banner